Fitch: Breyting til batnaðar ekki útilokuð en horfurnar slæmar

Fitch lækkaði lánshæfi ríkissjóðs niður í ruslflokk nú síðdegis.
Fitch lækkaði lánshæfi ríkissjóðs niður í ruslflokk nú síðdegis. mbl.is


Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá lánshæfisfyrirtækinu Fitch, útilokar ekki að breyting verði til batnaðar á lánshæfihorfum Íslands á næstunni. Fitch lækkaði lánshæfi ríkissjóðs niður í ruslflokk nú síðdegis.

Rawkins vísar í ummæli talsmanns hollenskra stjórnvalda í dag sem sagði að það væri með öllu óásættanlegt ef engin lausn myndi finnast á málinu. Hann bætir því ennfremur við að halda verði til haga að íslensk stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau hyggist standa við skuldbindingar sínar gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöldum.

Vandamálið felist hinsvegar í að ákvörðun forsetans gæti leitt til þess að leitin að lausninni gæti dregist á langinn og hugsanlega orðið til þess að grafa undan efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta gæti ógnað viðreisn efnahagslífsins og magnað upp einangrun Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK