Fitch: Breyting til batnaðar ekki útilokuð en horfurnar slæmar

Fitch lækkaði lánshæfi ríkissjóðs niður í ruslflokk nú síðdegis.
Fitch lækkaði lánshæfi ríkissjóðs niður í ruslflokk nú síðdegis. mbl.is


Paul Rawk­ins, fram­kvæmda­stjóri hjá láns­hæfis­fyr­ir­tæk­inu Fitch, úti­lok­ar ekki að breyt­ing verði til batnaðar á láns­hæfi­horf­um Íslands á næst­unni. Fitch lækkaði láns­hæfi rík­is­sjóðs niður í rusl­flokk nú síðdeg­is.

Rawk­ins vís­ar í um­mæli tals­manns hol­lenskra stjórn­valda í dag sem sagði að það væri með öllu óá­sætt­an­legt ef eng­in lausn myndi finn­ast á mál­inu. Hann bæt­ir því enn­frem­ur við að halda verði til haga að ís­lensk stjórn­völd hafi lýst því yfir að þau hygg­ist standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart bresk­um og hol­lensk­um stjórn­völd­um.

Vanda­málið fel­ist hins­veg­ar í að ákvörðun for­set­ans gæti leitt til þess að leit­in að lausn­inni gæti dreg­ist á lang­inn og hugs­an­lega orðið til þess að grafa und­an efna­hags­áætl­un ís­lenskra stjórn­valda og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Þetta gæti ógnað viðreisn efna­hags­lífs­ins og magnað upp ein­angr­un Íslands á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK