Fitch lækkar lánshæfismat

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfismat íslenska ríkisins niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Er þetta gert í kjölfar þess að forseti Íslands synjaði Icesave-lögunum staðfestingar.

Lánshæfiseinkunn í erlendri mynt fyrir langtímaskuldbindingar var lækkuð úr BBB- í BB+ og lánshæfiseinkunn í íslenskum krónum fyrir langtímaskuldbindingar úr A- í BBB+l. 

Á heimasíðu Fitch er eftir Paul Rawlings, framkvæmdastjóra hjá Fitch í Lundúnum að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar valdi enn á ný efnahagslegri og stjórnmálalegri óvissu á Íslandi. Þá sé hún alvarlegt bakslag í tilraunum íslenskra stjórnvalda til að koma á eðlilegum efnahagslegum samskiptum við umheiminn á ný.

Í ljósi þessa sé staða Íslands ekki lengur í samræmi við kröfur um fjárfestingarflokk.

Á heimasíðu Fitch segir, að fyrirtækið hafi alla tíð haldið því fram, að lausn Icesave-málsins með samningum við Breta og Hollendinga, nauðsynlegur þáttur í að endurreisa lánshæfi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK