Nýjustu fréttir af enska knattspyrnufélaginu West Ham United eru þær að eigendur Birmingham City séu nú alveg að fara að kaupa félagið. West Ham var áður í eigu Björgólfs Guðmundssonar, en er nú í eigu Straums.
Á fótboltavefnum euFootball.biz er í dag vitnað í breska blaðið The Mirror, sem segir að David Sullivan og David Gold, eigendur Birmingham muni kaupa helmingshlut í félaginu fyrir fimmtíu milljónir sterlingspunda. Samningagerðin sé á lokastigi. Fyrri eigendur hafi sæst á tilboðið, sem eigi eftir að staðfesta formlega. Sullivan og Gold verði komnir með stjórn á félaginu innan viku héðan í frá.
Sagt er að þeir verði ráðandi í fe´laginu en Straumur muni þó áfram halda um helmingshlut. Sullivan og Gold hafa gefið í skyn að ekki verði gerðar breytingar á meðal stjórnenda félagsins undir eins. Yfirmaðurinn Scott Duxbury mun líklega halda áfram, þó ekki sé útilokað að Karren Brady, fyrrverandi stjórnarformaður hjá Birmingham verði tímabundið varaformaður stjórnar hjá West Ham.