Sullivan og Gold að kaupa West Ham

Guillermo Franco hjá West Ham í skallaeinvígi við Darren Fletcher …
Guillermo Franco hjá West Ham í skallaeinvígi við Darren Fletcher hjá Manchester United. ANDREW WINNING

Nýjustu fréttir af enska knattspyrnufélaginu West Ham United eru þær að eigendur Birmingham City séu nú alveg að fara að kaupa félagið. West Ham var áður í eigu Björgólfs Guðmundssonar, en er nú í eigu Straums.

Á fótboltavefnum euFootball.biz er í dag vitnað í breska blaðið The Mirror, sem segir að David Sullivan og David Gold, eigendur Birmingham muni kaupa helmingshlut í félaginu fyrir fimmtíu milljónir sterlingspunda. Samningagerðin sé á lokastigi. Fyrri eigendur hafi sæst á tilboðið, sem eigi eftir að staðfesta formlega. Sullivan og Gold verði komnir með stjórn á félaginu innan viku héðan í frá.

Sagt er að þeir verði ráðandi í fe´laginu en Straumur muni þó áfram halda um helmingshlut. Sullivan og Gold hafa gefið í skyn að ekki verði gerðar breytingar á meðal stjórnenda félagsins undir eins. Yfirmaðurinn Scott Duxbury mun líklega halda áfram, þó ekki sé útilokað að Karren Brady, fyrrverandi stjórnarformaður hjá Birmingham verði tímabundið varaformaður stjórnar hjá West Ham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK