Einkahlutafélag Kristjáns Arasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Kaupþings, tapaði 747 milljónum króna á síðasta ári, en félagið átti hlutabréf í Kaupþingi þegar bankinn hrundi haustið 2008. Félagið skuldar tæplega tvo milljarða króna í erlendu skammtímaláni.
Einkahlutafélag Kristjáns heitir 7 hægri ehf. Félagið keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 1.280 milljónir, en kaupin voru fjármögnuð með erlendu kúluláni. Það lán stóð í árslok 2008 í 1.933 milljónum króna.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.