10% atvinnuleysi á evru-svæðinu

Atvinnuleysi mótmælt í París í síðasta mánuði
Atvinnuleysi mótmælt í París í síðasta mánuði Reuters

Atvinnuleysi mælist nú 10% að meðaltali í þeim sextán ríkjum sem eiga aðild að myntbandalagi Evrópu. Hagstofa Evrópu, Eurostat, birti í dag tölur um atvinnuleysi í Evrópu í nóvember en alls fjölgaði atvinnulausum um 102 þúsund á evru-svæðinu frá októbermánuði. Í nóvember 2008 mældist atvinnuleysi 8% á  evru-svæðinu.

Atvinnuleysið er mest á Spáni eða 19,4% í evru-ríkjunum en innan Evrópusambandsins er atvinnuleysið mest í Lettlandi 22,3%. Það er hins vegar minnst í Hollandi, 3,9% og 5,5% í Austurríki.

Í þeim 27 ríkjum sem eru aðilar að ESB mældist atvinnuleysi að meðaltali 9,5% í nóvember. Ári fyrr var það 7,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka