Atvinnuleysið mælist 10% í Bandaríkjunum

Atvinnulausir innflytjendur standa í biðröð eftir daglaunavinnu í Virginia í …
Atvinnulausir innflytjendur standa í biðröð eftir daglaunavinnu í Virginia í dag. Reuters

Atvinnuleysi mældist 10% í Bandaríkjunum í desember en alls fækkaði störfum um 85 þúsund í mánuðinum, samkvæmt frétt frá Vinnumálastofnun Bandaríkjanna. Er þetta mun meiri fækkun starfa heldur flestir höfðu vonast til því væntingar voru um að það versta væri að baki í bandarísku efnahagslífi.

Hins vegar var hlutfall atvinnulausra í takt við væntingar markaðarins en atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið í Bandaríkjunum líkt og undanfarna mánuði í áratugi.

Hlutabréf lækkuðu á Wall Street í dag eftir að Vinnumálastofnun birti skýrslu sína um atvinnuleysi í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK