Enn afgangur af vöruskiptum

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember 2009 var útflutningur 42 milljarðar króna og innflutningur tæpir 35,1 milljarður króna. Vöruskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um tæpa 7  milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 

Vöruskipti hafa nú verið hagstæð í öllum mánuðum frá því í september árið 2008. Í fyrra var vöruskiptajöfnuður í desember hagstæður um tæpa 24,2 milljarða króna.

Hagstofan segir, að vísbendingar séu um minna verðmæti útfluttra sjávarafurða en meira verðmæti útflutts áls í desember 2009 miðað við nóvember 2009. Hvað varðar innflutning þá séu vísbendingar um minna verðmætis innflutts eldsneytis og hrá- og rekstrarvara í desember miðað við nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK