Íslandi ber ekki að borga

Evrur.
Evrur. Reuters

Michael Waibel, doktor í alþjóðalögum við Cambridge-háskóla, segir í aðsendri grein í Financial Times í dag að Íslendingum beri ekki að borga Icesave-skuldina samkvæmt alþjóðlegum lögum. Hann segir að fáir Íslendingar, eða þeir sem séu hlutlausir í deilunni, séu sammála þeirri yfirlýsingu breskra stjórnvalda að Icesave-samningurinn sé „rausnarlegur“.

Dr. Waibel segir: „Í þessari deilu er oft litið framhjá þeirri staðreynd að Íslandi ber ekki nein skýr skylda samkvæmt alþjóðalögum að borga - Fitch sást sú staðreynd einnig yfir þegar fyrirtækið lækkaði lánshæfismat ríkisins 5. janúar. Bretar myndu mæta umtalsverðum hindrunum fyrir dómstólum. Möguleikinn á sigri í málinu er ekki yfir 60 prósentum, og jafnvel þá væri ólíklegt að Bretar fengju meira en samkvæmt fyrirliggjandi samningi.

Málaferli sem dragast á langinn eru ekki neinum í hag. Engu að síður verða Bretland og Holland að fara að sýna einlægan vilja til þess að  gera málamiðlun, frekar en nota pólitíska stöðu sína innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til hins ýtrasta. Það samkomulag sem stefna ætti að ætti að taka mið af þeirri óvissu sem ríkir um það hvað Íslandi beri yfir höfuð að borg. Þessi óvissa ætti að birtast í umtalsverðum afslætti af höfuðstól, auk sanngjarnra vaxta.

Skilmálar samningsins eins og hann liggur nú fyrir eru andstæðir ráðum sem Elihu Root, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafi gaf James Brown Scott, lögfræðilegum ráðgjafa sínum: „Við þurfum alltaf að gæta þess, og sér í lagi í samskiptum okkar við minni ríki, að leggja aldrei til samning sem við myndum aldrei samþykkja ef hlutverkunum væri snúið við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK