Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag einkunnina AAA með stöðugum horfum fyrir bandaríska ríkissjóðinn. Fyrirtækið segir hins vegar, að bandarísk stjórnvöld þurfi að taka erfiðar ákvarðanir um efnahagsmál sem gætu haft áhrif á lánshæfiseinkunnina til langs tíma.
Fitch segir, að skammtímaáhætta sem fylgi bandarískum ríkisskuldabréfum sé hverfandi í ljósi efnahagslegs sveigjanleika og öflugar fjármögnuna og þess hlutverks Bandaríkjadals að vera aðalgjaldmiðill heims.
Hins vegar þurfi að taka erfiðar ákvarðanir um stefnumótun varðandi ríkisútgjöld og skattamál til að viðhalda trausti markaðarins til langs tíma.