Efnahagslíf heims að ná sér

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, í Sviss í dag.
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, í Sviss í dag. Reuters

Seðlabankastjórar stærstu fjármálaveldanna telja, að efnahagslíf heimsins sé að komast í samt lag eftir fjármálakreppuna, sem ríkt hefur á undanförnum misserum. Eru það einkum svonefnd nýhagkerfi, svo sem Kína, sem hafa dregið vagninn.

„Á heimsvísu er staðfest, að efnahagslífið er jafnt og þétt að komast í samt lag," sagði Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evópu eftir fund Alþjóða greiðslumiðlunarbankans (BIS) í dag.

Trichet sagði, að þessi þróun væri einkum svonefndum nýhagkerfum að þakka en þau hefðu sýnt af sér seglu og þar væri nú mikill uppgangur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK