Seðlabankastjórar stærstu fjármálaveldanna telja, að efnahagslíf heimsins sé að komast í samt lag eftir fjármálakreppuna, sem ríkt hefur á undanförnum misserum. Eru það einkum svonefnd nýhagkerfi, svo sem Kína, sem hafa dregið vagninn.
„Á heimsvísu er staðfest, að efnahagslífið er jafnt og þétt að komast í samt lag," sagði Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evópu eftir fund Alþjóða greiðslumiðlunarbankans (BIS) í dag.
Trichet sagði, að þessi þróun væri einkum svonefndum nýhagkerfum að þakka en þau hefðu sýnt af sér seglu og þar væri nú mikill uppgangur.