Stjórn bandaríska bílaframleiðandans General Motors segir, að ekkert liggi annað fyrir en að loka sænska bílaframleiðandanum Saab. Hefur Reutersfréttastofan eftir Edward Whitacre, stjórnarformanni GM að ekkert þeirra tilboða, sem borist hafi í félagið séu nægilega góð.
Haft er eftir Bob Lutz, varaformanni stjórnarinnar, að það sé hagstæðara fyrir GM að leggja Saab niður en taka einhverju tilboðanna. Hann útilokar hins vegar ekki, að farið verði yfir málið berist hærra boð.