Nauðsynlegt að hækka skatta

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Heiðar Kristjánsson

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hélt uppi málsvörn fyrir ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á Skattadegi Deloitte í dag. Sagði hann að nauðsynlegt hefði verið að hækka skatta eftir hrun þar sem skattstofnar stæðu ekki lengur undir tekjuþörf ríkisins.

Sagði Steingrímur að frekari breytinga á skattkerfinu væri að vænta og sagði fólk aðeins hafa rétt séð byrjunina, eða „you ain't seen nothing yet,“ eins og hann orðaði það. Lagði hann á það áherslu að við þá vinnu yrði samráð haft við aðila vinnumarkaðarins.

Vísaði hann einnig til orða Oliver Holmes, sem sagði skatta það gjald sem þegnar borga fyrir siðað samfélag.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK