Óráð að hækka skatta í kreppu

Ragnar Árnason.
Ragnar Árnason. Jim Smart

Nú stend­ur yfir dýpsta kreppa frá stofn­un lýðveld­is­ins, að mati Ragn­ars Árna­son­ar, pró­fess­ors, en hann benti í máli sínu á Skatta­degi Deloitte á að hér hafi brunnið upp mikl­ar eign­ir, heill geiri at­vinnu­lífs­ins sé nán­ast horf­inn og aðgengi að er­lendu láns­fé sé nán­ast ekk­ert.

Á meðan ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki eru að berj­ast við þessa eignarýrn­un auk óvissu­ástands í efna­hags­mál­um megi bú­ast við því að eft­ir­spurn eft­ir vör­um og þjón­ustu minnki og um­svif í hag­kerf­inu sömu­leiðis. Við það bæt­ist að end­an­leg hrein er­lend skuld­astaða þjóðarbús­ins gæti verið á bil­inu 500-2.000 millj­arðar króna og að vaxta­byrði af slík­um skuld­um geti étið upp ansi mynd­ar­leg­an hag­vöxt. Vext­ir og af­borg­an­ir rík­is­ins næstu 15 ár verði á bil­inu 50-100 millj­arðar krón­ar og það fé verði ekki notað í annað og því muni eft­ir­spurn hins op­in­bera eft­ir vör­um og þjón­ustu minnka.
Þess­ir þætt­ir herði á krepp­unni og séu efniviður í langvar­andi kreppu og jafn­vel greiðsluþrot rík­is­ins, þar sem erfiðara verður fyr­ir ríkið að afla tekna við aðstæður sem þess­ar.

Eina sjá­an­lega leiðin úr vanda Íslands er að mati Ragn­ars um­tals­verður hag­vöxt­ur, en ná­ist hann ekki er enda­stöðin í aug­sýn.

Til að ná fram nægi­leg­um hag­vexti þarf fjár­fest­ing í fjár­mun­um og mannauði að aukast og fram­tak og ný­sköp­un sömu­leiðis. Það verði aðeins gert með því að lækka skatta eða halda þeim að minnsta kosti óbreytt­um frá því sem var fyr­ir hrun. Mikið óheilla­spor sé að hækka skatta við nú­ver­andi aðstæður. Hvetja þurfi fjár­festa til að festa fé sitt í at­vinnu­veg­un­um og at­vinnu­fært fólk til vinnu. Það verði ekki gert með því að hækka jaðarskatta á laun og gera fjár­fest­ingu erfiðari með hærri skött­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK