Fréttaskýring: Pálmi með nýtt fé

Samanlagt virði Iceland Express og Ferðaskrifstofu Íslands (FÍ) var 800 milljónir króna í september síðastliðnum samkvæmt mati fjárfestingabankans Saga Capital.

Þrátt fyrir það ákváðu kröfuhafar Fons, sem áður var stærsti eigandi Iceland Express, ekki að reyna að rifta kaupum Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, á hlut Fons í Iceland Express í nóvember 2008. Þau kaup fóru fram með þeim hætti að hlutafé flugfélagsins var aukið um 300 milljónir króna og eignarhlutur Fengs í félaginu hækkaði í 92,1%. Meirihluti kröfuhafa Fons tók þá ákvörðun að freista þess ekki að fá þeim kaupum rift að fengnu verðmati frá Saga Capital.

Lífsnauðsynlegt rekstrarfé

Í verðmatinu kemur fram að rekstur Iceland Express hefði stöðvast ef ekki hefði komið til hlutafjáraukningar. Aðeins þremur vikum áður en Fengur lagði Iceland Express til rekstrarfé, þann 30. október 2008, sagði Matthías Imsland, framkvæmdastjóri flugfélagsins, að fyrirtækið væri „skuldlaust og með sterka eiginfjárstöðu“.

Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, segir að skuldastaða félagsins hafi vissulega verið góð á þessum tímapunkti. Í kjölfar hrunsins hafi hins vegar birgjar flugfélagsins krafist staðgreiðslu í viðskiptum, til að mynda fyrir eldsneyti. Nýtt rekstrarfé hafi því verið nauðsynlegt til að halda rekstrinum áfram.

Fáum vikum eftir að Iceland Express lenti í þessum vandræðum, eða 8. janúar 2009, tók félagið yfir rekstur FÍ, sem að sögn Pálma Haraldssonar var þá nokkrum klukkutímum frá því að lenda í þroti. Skuldir FÍ í árslok 2008 námu tæplega tveimur milljörðum króna. Félagið hafði verið í miklum vandræðum frá því snemma í september 2008, og fram að áramótum hafði það fengið samtals 450 milljóna króna lán frá Landsbankanum sem var síðan breytt í hlutafé.

Pálmi segir ákveðin samlegðartækifæri hafa verið fyrir hendi með yfirtöku Iceland Express á FÍ. „Landsbankinn hefði þurft að taka á sig högg upp á 1,5 milljarða ef ekki hefði verið gengið til samninga við Feng. Að vísu þurfti bankinn að sætta sig við að breyta einhverju af skuldum félagsins í hlutafé,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið.

Segist leggja inn verulegt fé

Pálmi vill ekki gefa upp hversu mikið fé hann kemur með inn í FÍ vegna endurskipulagningar fyrirtækisins, en tekur fram að um verulegar fjárhæðir sé að ræða. Inntur eftir því hvaðan hann hafi fjármagn til að styrkja rekstur FÍ svarar Pálmi því að hann njóti trausts og sé þar af leiðandi fær um slíkt.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK