Safna fiski fyrir fólk í vanda

SM Kvótaþing og Eimskip hafa nú fyrir jólin staðið fyrir söfnun þar sem leitað var til útgerðafyrirtækja og fiskverkanda svo og annarra fyrirtækja tengd sjávarútvegi, með það fyrir augum að safna fiski fyrir Íslendinga í fjárhagsvanda. Kemur þetta fram í tilkynningu.
 
Útgerðir og fiskverkendur á Íslandi hafa í gegnum tíðina aðstoðað einstaklinga í vanda.  Því stóð ekki á viðbrögðum hjá þeim og söfnuðust tæplega 13 tonn af fiskafurðum, sem jafngildir um 52.000 matarskömmtum.  Auk fisks söfnuðust 700 flöskur af lýsi og peningaframlag.
 
Eimskip Flytjandi hefur séð um að flytja sendingarnar í Vöruhótel sitt við Sundahöfn án endurgjalds og mun nú dreifa þeim til hjálparstofnana tveggja. Með afhendingunni núna eftir hátíðarnar vilja SM Kvótaþing og Eimskip minna landsmenn á að þörfin er áfram til staðar.
 
Á sama tíma afhenti Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélag Íslands 1.750.000 krónur sem söfnuðust í árlegri skötuveislu félagsins sem haldin 17. janúar sl. til styrktar Mæðrastyrksnefnd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK