Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri segir að ef marka má skuldatryggingaálag séu mestar líkur á að Úkraína, Argentína og Venesúela lendi í greiðslufalli. Einnig er talið líklegt að það gerðist í Pakistan, Lettlandi og á Íslandi.
Segir blaðið, að Ísland eigi á hættu að lenda í flokki með Argentínu sem hornreka á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði standi landið ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Bretlandi og Hollandi.
Japan og Bandaríkin standa hins vegar best á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Lægsta skuldatryggingarálagið er hins vegar á norskum og þýskum ríkisskuldabréfum af þeim 62 löndum sem eru með í þessum útreikningum.
Dagens Industri segir, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi veitt Úkraínu milljarða dala í neyðaraðstoð en samt vofi gjaldþrot yfir landinu. Lettland hafi einnig fengið lán frá sjóðnum, Evrópusambandinu og nágrannalöndum en glími samt við risavaxin vandamál.
Venesúela hafi lengi átt við efnahagslegan óstöðugleika að etja og það hafi ekki bætt úr skák þegar Hugo Chávez, forseti beitti hernum til að koma í veg fyrir verðhækkanir.
Hæstu skuldatryggingarálögin: