Actavis að kaupa Ratiopharm

Rætt er um að Actavis ráðist nú í nýjar fjárfestingar.
Rætt er um að Actavis ráðist nú í nýjar fjárfestingar.

Greint er frá því á viðskiptasíðunni Forexyard að íslenski lyfjaframleiðandinn Actavis sé meðal áhugasamra kaupenda að svissneska lyfjaframleiðandanum Ratiopharm.

Ratiopharm er samheitalyfjaframleiðandi í eigu þýsku Merckle-fjölskyldunnar. Viðskiptaveldi fjölskyldunnar lenti í erfiðleikum á síðasta ári vegna mikillar skuldsetningar. Merckle-fjölskyldan er að losa sig við fleiri eignir sem flestar eru lyfjaframleiðslufyrirtæki.

Á morgun rennur út frestur til að senda inn bindandi kauptilboð. Meðal annarra áhugasamra kaupenda eru bandaríski lyfjaframleiðandurnir Pfizer, Watson og Mylan, auk kínversks lyfjafyrirtækis, að því er heimildir Forexyard herma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK