Stjórn sparisjóðsins Byrs hefur ákveðið að framlengja ráðningu Jóns Finnbogasonar sem forstjóra bankans. Fram kemur í tilkynningu að breytingin muni engin áhrif hafa á starfsemi fyrirtækisins.
Jón Finnbogason hóf störf hjá Byr árið 2009 sem forstöðumaður lögfræðisviðs. Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sagði upp störfum fyrir skömmu. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að enginn sérstakur starfslokasamningur hafi verið gerður við Ragnar.