Arion banki segir líklega nei

Ljóst er að tugi milljarða króna þarf til í nýju fjármagni inn í 1998 ehf., eignarhaldsfélagið sem á Haga, til þess að rekstur félagsins standi undir sér. Hann þarf einnig að standa undir lánum sem hvíla á 1998 ehf., félaginu sem á Haga, sem eru nú nánast að fullu í eigu Arion banka.

Það er nú á borði Arion banka að ákveða hvernig framtíðareignarhaldi á 1998 ehf. og Högum verður háttað, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður fjallað um tilboð þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóhannesar Jónssonar á fundi í Arion banka næsta mánudag. Samkvæmt sömu heimildum munu þeir Jón Ásgeir og Finnur Árnason mæta á þann fund.

Útilokað er talið að bankinn gangi að tilboði þeirra feðga óbreyttu, þar sem margt mun þykja óljóst um það hvernig þátttaka erlendra fjárfesta í kaupunum á í raun að verða og í hve miklum mæli. Sömu heimildir herma að bankinn telji tilboðið ekki slæmt, en það þurfi einfaldlega margt að skýra og setja ákveðnar tryggingar fyrir greiðslugetu.

Óbærileg skuldastaða

Öll lán hækkuðu við gengisfall

Á sama tíma rýrnuðu flestar eignir mjög í verði, bæði fasteignir og aðrar eignir, og líklega rýrnuðu óefnislegar eignir (viðskiptavild) hvað mest, en samkvæmt ársreikningum Haga hafa óefnislegar eignir jafnan verið stór hluti af eignum félagsins.

Vilja fresta sölu Haga

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK