Óvíst hvert milljarða lán fóru

Forsvarsmenn Samsonar eignarhaldsfélags, sem er í gjaldþrotameðferð, geta ekki gert grein fyrir lánum eða fyrirgreiðslum fyrir meira en tvo milljarða króna
til að minnsta kosti sex félaga í eigu Björgólfsfeðga á Tortóla, Kýpur og Lúxemborg, sem eru skráð í bókhaldi félagsins. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Blaðið segir, að í skýringum helstu stjórnenda Samsonar til skiptastjóra þrotabús félagsins, segi að eini  maðurinn, sem hefði upplýsingar um lánveitingarnar væri fyrrum framkvæmdastjóri Samsonar. Hann hefði fengið heilablóðfall árið 2007 og í kjölfarið hætt störfum hjá félaginu.

Viðskiptablaðið vísar til skriflegs svars Ásgeirs Friðgeirssonar, talsmanns Samsonar, til blaðamanns sem sent var í fyrra þar sem segi að „...sá góði maður var þeirrar gerðar að hafa allt á hreinu en var lítið fyrir að deila því með öðrum.“


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK