Dönsk stjórnvöld sáu fyrir hættu á íslensku bankahruni

Höfuðstöðvar FIH við Langelinie Allé í Kaupmannahöfn.
Höfuðstöðvar FIH við Langelinie Allé í Kaupmannahöfn.

Danska fjármálaeftirlitið setti það m.a. sem skilyrði fyrir yfirtöku Kaupþings á danska bankanum FIH, að fjárhagur bankanna yrði aðskildur. Berlingske Tidende hefur í dag eftir forstjóra FIH að með þessu hafi dönsk stjórnvöld komið í veg fyrir að bankinn færi um koll þegar Kaupþing féll árið 2008.

Danska fjármálaeftirlitið samþykkti árið 2004 kaup Kaupþings á FIH en setti nokkur skilyrði, þar á meðal að ekki mætti blanda saman fjármálum bankanna tveggja.  

„Menn sögðu, að þetta væri í fyrsta skipti í danskri sögu sem stór danskur banki er keyptur af minni banka frá smáþjóð þar sem bankakerfið var mjög framsækið. Og ef það ómögulega gerðist, að það yrði hrun á Íslandi, vildu menn tryggja sig fyrir því að slíkt hefði áhrif á danska fjármálakerfið," segir Henrik Sjøgreen, forstjóri FIH, við Berlingske. 

Hann segir að mikilvægasta krafan hafi verið að Kaupþing gæti ekki notað innlán frá FIH til fjárfestinga og það hefði getað haft mjög víðtækar afleiðingar í Danmörku hefði danska fjármálaeftirlitið ekki verið svona framsýnt.

„Fjármálaeftirlitinu er sjaldan hrósað en það verður að hrósa því fyrir þetta," segir Sjøgreen. „Hefði rekstur FIH verið tengdur rekstri Kaupþings á Íslandi og við lánað viðskiptavinum og dótturfélögum íslenska bankans fé þá hefði FIH fokið með."

FIH er enn í eigu skilanefndar Kaupþings en  Sjøgreen segir, að bankinn hafi ekki tapað krónu á íslenska hruninu.

Blaðið hefur eftir Lars Christensen hjá Danske Markets, að dönsk stjórnvöld hafi geft sér snemma grein fyrir hættunni.   Christensen var áður aðalhagfræðingur Danske bank og skrifaði fræga skýrslu, Iceland: Geysir Crisis, um íslenska fjármálakerfið árið 2006,

„Mér sýnist, að danski seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og danskir fjárfestar hafi frá upphafi gert sér glögga grein fyrir þeim hættum, sem gátu steðjað að íslenska bankakerfinu," segir hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK