Íslendingar fá gusu frá AGS

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Reuters

 Ummæli sem Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lét falla í gær um að Íslendingar þyrftu að tryggja sér stuðning meirihluta þeirra ríkja sem eiga aðild að sjóðnum eru köld gusa framan í stjórnvöld hér á landi. Þetta kemur fram í áliti sænska bankans SEB sem Dow Jones-fréttaveitan segir frá. 

Bent er á að ummælin séu látin falla í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld báðu sérstaklega um að endurskoðun sjóðsins á framgangi efnahagsáætlunarinnar á Íslandi yrði flýtt í janúar. En nú virðist sem að framkvæmdastjóri AGS telji að rétt sé að íslensk stjórnvöld leysi úr sínum málum vegna synjunar forsetans á staðfestingu Icesave-skuldbindinganna og þar með sé ljóst að bið verði á að næsta greiðsla láns sjóðsins verði greitt út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK