Talsmenn Google hafa neitað þeim fréttum kínverskra fjölmiðla að leitarvélin ætli að hætta starfsemi sinni í Kína og loka vefsíðunni þar.
Fyrr í vikunni hafði Googla boðað að þeir myndu ekki lengur stunda ritskoðun á kínversku síðunni, líkt og þarlend stjórnvöld höfðu gert kröfu um. Tilefnið var sagt árás tölvuþrjóta á leitarvélina þar sem er talin hafa beinst að mannréttindasinnum í Kína.
Haft er eftir talsmanni Google, sem ekki vildi láta nafns síns getið, í frétt Bloomberg að leitarvélin í Google starfi með eðlilegum hætti og starfsmenn gangi til sinnar vinnu.
Fréttaskýring er um Google í Kína í Sunnudagsmogganum í dag.