Niðurstaða nálgast með West Ham

Er West Ham á leið út úr höndum Íslendinga?
Er West Ham á leið út úr höndum Íslendinga?

Bresku fjárfestarnir David Gold og David Sullivan, fyrrum eigendur Birmingham, eru samkvæmt frásögnum dagblaða í Bretlandi á góðri leið með að taka yfir fótboltafélagið West Ham, sem dótturfélag Straums hefur haldið utan um eftir að Björgólfur Guðmundsson varð gjaldþrota.

Samkvæmt frásögn The Telegraph náðist eitthvað samkomulag á föstudagskvöld. Þar með sé ævintýrasaga mögulega á enda, þar sem megi hafa samúð með öllum sögupersónum að undanskildum þeim Björgólfi Guðmundssyni og Eggerti Magnússyni. Eggert er sagður hafa skuldsett félagið upp í topp og teflt framtíð þess í tvísýnu, til að fullnægja eigin hégómagirnd þeirra Björgólfs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka