Friðrik Skúlason lækkar verð

Friðrik Skúlason ehf. hefur ákveðið að lækka upphafsverð á fyrirtækjaútgáfu vírusvarnarinnar Lykla-Pétur um 60% til að koma til móts við fyrirtæki í síharðnandi rekstrarumhverfi. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þegar erlendar vírusvarnir hækka umtalsvert út af gengi krónunnar þá sé íslenska vírusvörnin Lykla-Pétur einfaldlega hagkvæm.

„Öll þjónusta er líka innanlands. Meðal annarra breytinga sem fyrirtækið kynnir er að við endurnýjun á ársáskriftinni er verðið síðan það sama og upphafsverð. Þessar breytingar hafa í för með sér jafnari dreifingu á kostnaði við að halda uppi öryggishugbúnaðinum.“

Þá hefur fyrirtækið bætt við útgáfu fyrir lítil fyrirtæki, sem vilja gjarnan nota sama leyfið á heimilistölvum. Þannig má setja vírusvörnina hvort sem er á fyrirtækistölvur eða heimilistölvur, fyrir allt að 5 vélar.

Vefsíða fyrirtækisins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK