Hætta á að einkunn Bretlands lækki

London.
London. Reuters

Mik­il hætta er á því að láns­hæfis­ein­kunn breskra stjórn­valda verði lækkuð úr fyrsta flokki vegna skulda­stöðu rík­is­is­ins og stjórn­mála­ó­vissu. Þetta er mat sér­fræðinga Stand­ard Life, eins stærsta eign­a­stýr­inga­fé­lags Bret­lands.

Þeir taka und­ir með ný­legu áliti sér­fræðinga PIMCO, stærsta skulda­bréfa­sjóðs heims, sem telja 80% lík­ur á því að láns­hæfi breskra stjórn­valda verði lækkuð ef að ekki verði breyt­ing á áform­um stjórn­valda um hvernig eigi að koma bönd­um á fjár­laga­hall­annn.

Flest mats­fyr­ir­tæki hafa brýnt fyr­ir stjórn­völd­um að leggja fram trú­verðuga áætl­un um hvernig eigi að minnka halla­rekst­ur rík­is­ins á næstu árum en stjórn­völd hafa þurft að taka á sig mikl­ar skuld­bind­ing­ar vegna björg­un­araðgerða á fjár­mála­markaði. S&P hef­ur lýst því yfir að láns­hæf­is­matið verði lækkað liggi ekki trú­verðug áform fyr­ir eft­ir kosn­ing­arn­ar í sum­ar.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK