Hætta á að einkunn Bretlands lækki

London.
London. Reuters

Mikil hætta er á því að lánshæfiseinkunn breskra stjórnvalda verði lækkuð úr fyrsta flokki vegna skuldastöðu ríkisisins og stjórnmálaóvissu. Þetta er mat sérfræðinga Standard Life, eins stærsta eignastýringafélags Bretlands.

Þeir taka undir með nýlegu áliti sérfræðinga PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, sem telja 80% líkur á því að lánshæfi breskra stjórnvalda verði lækkuð ef að ekki verði breyting á áformum stjórnvalda um hvernig eigi að koma böndum á fjárlagahallannn.

Flest matsfyrirtæki hafa brýnt fyrir stjórnvöldum að leggja fram trúverðuga áætlun um hvernig eigi að minnka hallarekstur ríkisins á næstu árum en stjórnvöld hafa þurft að taka á sig miklar skuldbindingar vegna björgunaraðgerða á fjármálamarkaði. S&P hefur lýst því yfir að lánshæfismatið verði lækkað liggi ekki trúverðug áform fyrir eftir kosningarnar í sumar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka