Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík

Þýski bank­inn Comm­erzbank seg­ir  að þótt lík­lega sé búið að verðleggja nei­kvæðar horf­ur láns­mats­fyr­ir­tækj­anna á láns­hæfis­ein­kunn ís­lenska rík­is­ins inn í skulda­trygg­ing­ar og er­lend skulda­bréf rík­is­sjóðs geti lækk­un láns­hæfis­eink­un­ar­inn­ar orðið til þess að tak­marka fjár­fest­ing­ar­ákv­arðanir er­lendra fjár­festa, sem marg­ir hverj­ir mega ekki fjár­festa í fjár­eign­um sem ekki njóta láns­hæfis­ein­kunn­ar í fjár­fest­ing­ar­flokki.

Þetta kem­ur fram í Morgun­korni Íslands­banka í dag þar sem fjallað er um það mat Stand­ard & Poor's að lánsáhætta gagn­vart ís­lenska rík­inu geti auk­ist tals­vert á næst­unni.

Í kjöl­far synj­un­ar for­set­ans á und­ir­skrift Ices­a­ve-lag­anna setti S&P Ísland á at­hug­un­arlista með nei­kvæðum horf­um vegna hættu á töf­um og end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og stjórn­valda. Hyggst mats­fyr­ir­tækið kveða úr um hvort láns­hæfis­ein­kunn ís­lenska rík­is­ins lækk­ar um eitt til tvö þrep fyr­ir janú­ar­lok.

Íslands­banki seg­ir, að bú­ast megi við að  verði ekki skriður á efna­hags­áætl­un­ina og lín­ur orðnar skýr­ar varðandi fjár­mögn­un henn­ar eft­ir hálf­an mánuð muni Ísland lík­lega falla niður úr fjár­fest­ing­ar­flokki í bók­um S&P. Ein­kunn­ir S&P hafi tölu­vert meiri áhrif en ein­kunn­ir mats­fyr­ir­tæk­is­ins Fitch, sem lækkaði ein­kunn rík­is­sjóðs niður fyr­ir fjár­fest­inga­flokk fyr­ir hálf­um mánuði.

Skulda­trygg­inga­álag rík­is­sjóðs hækkaði tals­vert í síðustu viku, en hef­ur hins veg­ar lækkað nokkuð í dag. Íslands­banki hef­ur eft­ir gagna­veit­unni CMA, að álagið til 5 ára sé þannig 524 punkt­ar nú en það fór hæst í 545 punkta síðastliðinn föstu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK