Markaðssetur vefi í Evrópu

Fyr­ir­tækið Hostel­bookers (www.hostel­bookers.com) hef­ur valið ís­lenska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Nordic eMar­ket­ing til að markaðssetja vefi þeirra í Svíþjóð, Dan­mörku, Nor­egi, Hollandi og Póllandi. Nordic eMar­ket­ing hef­ur und­an­farna mánuði unnið með fyr­ir­tæk­inu á þess­um mörkuðum og hafa for­svars­menn Hostel­bookers óskað eft­ir frek­ari sam­starfi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Nordic eMar­ket­ing náði frá­bær­um ár­angri á leit­ar­vél­um á þeim mörkuðum sem þeir tóku að sér að bæta stöðu okk­ar á,“ Seg­ir Gab La Gona, yf­ir­maður leit­ar­véla­markaðssetn­ing­ar hjá Hostel­Bookers.com í til­kynn­ing­unni. Hostel­Bookers fengu „Best Youth Product“ verðlaun­in á „the Brit­ish Youth Tra­vel Aw­ards“ árið 2008.

Nordic eMar­ket­ing er al­ís­lenskt ráðgjafa­fyr­ir­tæki með höfuðstöðvar sín­ar á Íslandi, en starfs­stöðvar í Bretlandi, Svíþjóð, Kína, Tékklandi og Banda­ríkj­un­um. Hjá fyr­ir­tæk­inu og sam­starfsaðilum þess starfa um 45 manns.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK