Markaðssetur vefi í Evrópu

Fyrirtækið Hostelbookers (www.hostelbookers.com) hefur valið íslenska ráðgjafarfyrirtækið Nordic eMarketing til að markaðssetja vefi þeirra í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Hollandi og Póllandi. Nordic eMarketing hefur undanfarna mánuði unnið með fyrirtækinu á þessum mörkuðum og hafa forsvarsmenn Hostelbookers óskað eftir frekari samstarfi, að því er segir í tilkynningu.

„Nordic eMarketing náði frábærum árangri á leitarvélum á þeim mörkuðum sem þeir tóku að sér að bæta stöðu okkar á,“ Segir Gab La Gona, yfirmaður leitarvélamarkaðssetningar hjá HostelBookers.com í tilkynningunni. HostelBookers fengu „Best Youth Product“ verðlaunin á „the British Youth Travel Awards“ árið 2008.

Nordic eMarketing er alíslenskt ráðgjafafyrirtæki með höfuðstöðvar sínar á Íslandi, en starfsstöðvar í Bretlandi, Svíþjóð, Kína, Tékklandi og Bandaríkjunum. Hjá fyrirtækinu og samstarfsaðilum þess starfa um 45 manns.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK