Varar við annarri niðursveiflu

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS. Reuters

Fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, Dom­in­ique Strauss-Kahn, varaði í dag ríki heims við því að hætta of snemma stuðningsaðgerðum við hag­kerfi sín.

Sagði hann að efna­hags­bat­inn væri enn mjög viðkvæm­ur, einkum í þróaðri hag­kerf­um. „Í flest­um ríkj­um er hag­vöxt­ur­inn enn drif­inn áfram af aðgerðum rík­is­valds­ins.“ Sagði hann að á meðan eft­ir­spurn á al­menn­um markaði væri jafn veik og raun beri vitni þá eigi ekki að hætta op­in­ber­um aðgerðum.
Varaði Strauss-Kahn við því að hætta væri á ann­arri niður­sveiflu ef op­in­ber­um aðgerðum væri hætt of snemma.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK