Samkomulag um yfirtöku skilanefndar Landsbankans á hótelrekstri og flugrekstri sem hefur verið í eigu Nordic Partners liggur í meginatriðum fyrir og búist er við að gengið verði frá endanlegum samningum innan fárra vikna. Þetta staðfestir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar. Fréttablaðið sagði fyrst frá málinu í morgun.
Um er að ræða yfirtöku á NP Hotels í Danmörku en það á meðal annars hið sögufræga hótel D‘Angleterr. Ennfremur mun skilanefndin taka yfir einkaþotur sem eru í eigu félagsins Icejet.