Öll bréf Sjóvár í skilum

Öll skuldabréf sem lögð voru inn í Sjóvá eru í …
Öll skuldabréf sem lögð voru inn í Sjóvá eru í skilum, að því er kemur fram í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi út.

Íslandsbanki, sem sér um sölu á tryggingafélaginu Sjóvá, hefur sent Morgunblaðinu tilkynningu fyrir hönd Sjóvár. Þar kemur fram að allar eignir sem lagðar voru inn í félagið séu í skilum

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að skuldabréf Eignarhaldsfélagsins Fasteignar sem lagt var inn í félagið væri tryggt með veði í sundlauginni á Álftanesi. Í tilkynningu Sjóvár kemur fram að sundlaugin sé meðal eigna sem standa til tryggingar leigugreiðslna sveitarfélagsins Álftaness. Hins vegar sé einnig um að ræða íþróttamannvirki og skólasvæði. Skuldabréfið sem um ræðir sé einnig um 2% af efnahagi Sjóvár, og fjárhagur Álftaness hafi því hverfandi áhrif á efnahag tryggingafélagsins.

Í tilkynningunni er áréttað að tæplega þrír fjórðu allra eigna sem voru settar inn í félagið séu ríkistryggð skuldabréf. Er þar vísað til meðal annars 4,2 milljarða skuldabréfs á Landsvirkjun og skuldabréfa á ýmis íslensk sveitarfélög. Skuldabréf á Askar Capital upp á 6,2 milljarða er síðan tryggt að fullu með veðum í skuldabréfum Landsvirkjunar. „Þá skal áréttað að allar eignir sem settar voru inn í félagið af núverandi eigendum voru metnar af þriðja aðila og yfirfarnar af Fjármálaeftirlitinu sem samþykkti matið," segir í tilkynningunni.

Fram kemur í tilkynningu Sjóvár að gamla félaginu hafi verið skipt upp í tvennt, SA Tryggingar og SJ Eignarhaldsfélag. Síðarnefnda félagið hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

„Umrætt skuldabréf var meðal þeirra eigna sem Íslandsbanki lagði fram. Íslenska ríkið er ekki meðal eigenda Sjóvár,“ segir í tilkynningunni. Við þessu má bæta að að eignirnar voru lagðar inn í Sjóva um mitt sumar 2009, en tilkynnt var um yfirtöku kröfuhafa á bankanum þann 15.október sama ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK