Reuters-fréttastofan fullyrðir að Actavis sé eitt þriggja fyrirtækja sem komi til greina sem kaupandi á þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm.
Þá kemur fram í frétt Reuters að Actavis sé í samstarfi við sænska fjárfestingasjóðinn EQT um kauptilboðið en leggja þarf það fram í byrjun febrúar. Actavis keppir því við Pfizer og Teva um að fá að kaup Ratiopharm en að sögn Reuters er ekki útilokað að fjórða tilboðið berist.
Ratiopharm er fjölskyldufyrirtæki á meðan að Teva er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims og Pfizer er stærsta lyfjafyrirtæki heims. Fram kom í þýska dagblaðinu Handelsblatt á mánudag að líklegast sé að annaðhvort Pfizer eða Teva hreppi hnossið.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.