Actavis kemur enn til greina

Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni, …
Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni, en Actavis vill nú kaupa Ratiopharm. mbl.is/G.Rúnar

Reuters-fréttastofan fullyrðir að Actavis sé eitt þriggja fyrirtækja sem komi til greina sem kaupandi á þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm.

Þá kemur fram í frétt Reuters að Actavis sé í samstarfi við sænska fjárfestingasjóðinn EQT um kauptilboðið en leggja þarf það fram í byrjun febrúar. Actavis keppir því við Pfizer og Teva um að fá að kaup Ratiopharm en að sögn Reuters er ekki útilokað að fjórða tilboðið berist.

Ratiopharm er fjölskyldufyrirtæki á meðan að Teva er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims og Pfizer er stærsta lyfjafyrirtæki heims. Fram kom í þýska dagblaðinu Handelsblatt á mánudag að líklegast sé að annaðhvort Pfizer eða Teva hreppi hnossið.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK