Walker óskar eftir viðræðum við Arion banka

Hagkaup Smáralind
Hagkaup Smáralind mbl.is/Golli

Breski kaupsýslumaðurinn Malcolm Walker, forstjóri Iceland verslanakeðjunnar í Bretlandi, hefur óskað eftir viðræðum við Arion banka vegna tilboðs hans og Baugsfeðga í tæplega 96% hlut bankans í Högum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

„Malcolm Walker er einn þeirra sem standa að tilboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, föður hans og annarra fjárfesta í eignarhlut Arion banka í Högum, en feðgarnir freista þess nú að eignast á ný 95,7% hlut í fyrirtækinu sem þeir misstu í nóvember síðastliðnum," að því er segir á vef Vísis.

Malcolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar í Bretlandi hefur sett sig í samband við stjórnendur Arion banka og óskað eftir viðræðum um tilboðið. Þetta fékk Stöð 2 staðfest hjá Arion banka í dag. Þær upplýsingar fengust að stjórnendur bankans hefðu ekki sest niður með Walker enn og ekki væri ljóst hvort af fundinum yrði.

Malcolm Walker
Malcolm Walker Eyþór Árnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK