Mikill hagnaður Goldman Sachs

Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York.
Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York. Reuters

Hagnaður af rekstri banda­ríska bank­ans Goldm­an Sachs Group nam 4,95 millj­örðum dala á síðasta fjórðungi árs­ins 2009 og 13,4 millj­arðar dala á ár­inu öllu, jafn­v­irði rúm­lega 1700 millj­arða króna. Hagnaður eft­ir skatta tæp­lega 4,8 millj­örðum dala á síðasta árs­fjórðungi og 12,2 millj­örðum á ár­inu öllu. Er þetta mun betri af­koma en sér­fræðing­ar höfðu spáð.

Bank­inn upp­lýsti í af­komu­til­kynn­ingu, að lagðir hefðu verið 16,2 millj­arðar dala til hliðar til að greiða starfs­fólki bónusa fyr­ir síðasta ár. Er talið að þessi til­kynn­ing muni valda tals­verðu upp­námi, að sögn New York Times.  

Tek­ur bank­ans námu 45,2 millj­örðum dala á síðasta ári, þar af 9,6 millj­örðum dala á síðasta fjórðungi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK