Skuldatryggingaálagið í 650 punkta

Fjármálaráðuneytið
Fjármálaráðuneytið Reuters

Skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið þaut upp um 90 punkta í morgun og er nú 650 punktar. Það var 550 punktar við lok viðskipta í gær. Kaup- og sölutilboð nálgast nú svipaðar slóðir og álagið á skuldabréf pakistanska ríkið er um þessar mundir. Álagið hefur mjakast upp að undanförnu samhliða þeirri óvissu skapaðist eftir að forsetinn neita að samþykkja lög um ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum. Hinsvegar er hækkunin í morgun mikil án þess að hægt sé að rekja þær til neinna sérstakra frétta.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir miðlara á markaðnum með skuldatryggingar að engin tíðindi útskýri af hverju skuldatryggingaálagið á Ísland hafi hækkað svona mikið í morgun og umfram það sem almennt hafi gerst á markaðnum. Hann bætir því við hugsanlega gæti orsökin verið einhverskonar "samúðarhækkun" í tengslum við þann þrýsting sem hefur verið á skuldatryggingaálagi Grikklands og Portúgals að undanförnu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK