Fjöldi bandarískra eftirlaunasjóða gerir háar kröfur í bú Kaupþings samkvæmt kröfuskrá sem gefin hefur verið út. Meðal annars gerir eftirlaunasjóður starfsmanna bandaríska dagblaðsins New York Times tæplega 330 milljónir króna kröfur í bú bankans.
Eftirlaunasjóður starfsmanna Los Angeles sýslu gerir rúmlega 2,1 milljarðs króna kröfu. Eftirlaunasjóður tölvuframleiðandans IBM gerir tæplega 1,9 milljarða króna kröfur, eftirlaunasjóður skólastarfsmanna Ohio gerir tæðlega 1,6 milljarða kröfur og eftirlaunasjóður opinberra starsfmanna í Texas rúmlega 1,3 milljarða króna kröfur.
Meðal annarra eftirlaunasjóða, sem gera kröfur í bú Kaupþings, má nefna eftirlaunasjóð starfsmanna Christian Brothers og eftirlaunasjóði rafvirkja í San Francisco, starfsmanna Michiganríkis, starfsmanna San Joaquin sýslu, Utah, Pacific Gas & Electric Company og opinberra starfsmanna í Texas.
Þá gerir eftirlaunasjóður YMCA, nærri 400 milljóna króna kröfu.