Hlutabréf í bönkum hafa lækkað í verði víða um heim í kjölfar ákvörðurnar Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, um að takamarka mjög starfsemi stærstu bankastofnanna í Bandaríkjunum.
Í Bretlandi lækkaði verð á hlutabréfum í Barclays um 4% og í Royal Bank of Scotland um 2,9%. Í Þýskalandi lækkaði verð á bréfum í Deutche Bank um 4,3% og í Frakklandi nam lækkunin í Societe General um 6%.
Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum lækkaði almennt þegar markaðir opnuðu þar í dag. Annan daginn í röð lækkaði verð á bréfum í Bank of America og American Express.
Obama segist vera reiðubúinn að takast á við bankana. Hann hyggst draga úr stærð þeirra og áhættusækni.
„Aldrei aftur munu bankar, sem eru of stórir til þess að falla, halda bandarískum skattgreiðendum í gíslingu,“ segir Obama.
Nikkei hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði í dag. Hún hefur ekki mælst lægri í þrjár vikur, eða frá því Dow Jones hlutabréfavísitalan féll mikið. Dow Jones hafði þá ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því í október sl.