Krafa fjármálaráðuneytisins í þrotabú Kaupþings hljóðar upp á 2,5 milljarða króna. Þar er um ræða skuldabréf upp á samtals 1.735 milljónir króna, ábyrgð upp á 614 milljónir, lánasamning upp á 14 milljónir og 135 milljóna kröfu undir liðnum „annað“.
Þá er krafa Fjármálaeftirlitsins í búið 135 milljónir króna, einnig undir liðnum „annað“.