Sigurður gerir launakröfu

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson.

Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, gerir launakröfu upp á 244 milljónir króna í bú Kaupþings. Engin krafa er á kröfuskránni frá Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum forstjóra bankans.  

Ingólfur Helgason, fyrrum forstjóri Kaupþings á Íslandi, gerir launakröfu upp á 81,5 milljónir króna. Þá gerir  Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrum framkvæmdastjóri hjá bankanum, launakröfu upp á 29 milljónir króna.

Lýstar kröfur í bankann bárust frá 119 löndum, þar af var ríflega helmingur vaxtakröfur frá Þýskalandi. Meðal stærstu kröfuhafa eru innlendir aðilar, innlendar og erlendar bankastofnanir, auk ýmissa erlendra fjárfestingarsjóða, s.s. framtakssjóða, verðbréfasjóða og vogunarsjóða.

Heildarfjárhæð lýstra krafna í Kaupþing nam 7316 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Heildarfjárhæð lýstra krafna er hærri en skuldir samkvæmt efnahagsreikningi miðað við 30. júní sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK