Sigurður gerir launakröfu

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson.

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­um stjórn­ar­formaður Kaupþings, ger­ir launakröfu upp á 244 millj­ón­ir króna í bú Kaupþings. Eng­in krafa er á kröfu­skránni frá Hreiðari Má Sig­urðssyni, fyrr­um for­stjóra bank­ans.  

Ingólf­ur Helga­son, fyrr­um for­stjóri Kaupþings á Íslandi, ger­ir launakröfu upp á 81,5 millj­ón­ir króna. Þá ger­ir  Guðni Ní­els Aðal­steins­son, fyrr­um fram­kvæmda­stjóri hjá bank­an­um, launakröfu upp á 29 millj­ón­ir króna.

Lýst­ar kröf­ur í bank­ann bár­ust frá 119 lönd­um, þar af var ríf­lega helm­ing­ur vaxta­kröf­ur frá Þýskalandi. Meðal stærstu kröfu­hafa eru inn­lend­ir aðilar, inn­lend­ar og er­lend­ar banka­stofn­an­ir, auk ým­issa er­lendra fjár­fest­ing­ar­sjóða, s.s. fram­taks­sjóða, verðbréfa­sjóða og vog­un­ar­sjóða.

Heild­ar­fjár­hæð lýstra krafna í Kaupþing nam 7316 millj­örðum króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Heild­ar­fjár­hæð lýstra krafna er hærri en skuld­ir sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi miðað við 30. júní sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK