Verðmæti evrópskra banka minnkar

Verðmæti í Barclays hafa fallið í morgun.
Verðmæti í Barclays hafa fallið í morgun. AP

Verðmæti bréfa í mörgum evrópskum bönkum hefur fallið frá opnum markaða í morgun, sem sérfræðingar segja ljóst að tengist ummælum Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að til standi að ráðast í aðgerðir til að takmarka stærð og umfang bandarískra banka.

Almennt hafa markaðir tekið nokkra dýfu eftir ummæli Obama, og hefur verðmæti bréfa í evrópskum bönkum fallið um eitt til fjögur prósent í morgun.

Virði í Barclays féll um 3,25 prósent eftir að hafa fallið um tæp sex prósent í gærkvöld, en Barclays á miklar eignir á Wall Street eftir kaup í Lehman Brothers eftir fall þess síðarnefnda árið 2008.

Þá dróst verðmæti bréfa í hinum svissneska UBS saman um 3,73 prósent í morgun, verðmæti Deutsche Bank féll um 2,93 prósent og virði bréfa í hinum franska BNP Parabis féll um 1,70 prósent, svo eitthvað sé nefnt.

Eins og sagt var frá fyrr í morgun féllu bandarískir bankar einnig talsvert í verði eftir ummæli Obama, en verðmæti bréfa í Bank of America, JPMorgan Chase og Goldman Sachs féllu í gærkvöld um fjögur til sex og hálft prósentustig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK