Fjarðaál framleiddi 349 þúsund tonn

Alcoa Fjarðaál framleiddi tæplega 350 þúsund tonn af áli í …
Alcoa Fjarðaál framleiddi tæplega 350 þúsund tonn af áli í fyrra. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Framleiðslan í álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði var meiri í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tómas Már Sigurðsson forstjóri segir á heimasíðu fyrirtækisins að þrátt fyrir erfitt ár sé niðurstaðan í rekstrinum viðunandi.

„Framleiðslan var vel umfram væntingar og við fluttum út 349.433 tonn, nákvæmlega. Flest ef ekki öll framleiðslumarkmið náðust og í dag er ekkert álver í heiminum sem daglega framleiðir jafn mörg tonn í hverju keri og Fjarðaál,“ segir Tómas Már.

Tómas segir að talsverð vandræðu sé í rafskautaverksmiðju Alcona í Mosjoen í Noregi með ofnana sem baka skautin. „Þar hefur verið samþykkt að fara í flókið nýfjárfestingaverkefni sem vonandi skilar sér í að skautgæðin komist í ásættanlegt horf með vorinu. Þangað til má hins vegar reikna með áframhaldandi vandamálum vegna skautanna en til að mæta þeim hefur verið ákveðið að fjölga starfsfólki í kerskála tímabundið. Með haustinu munum við einnig hefja framkvæmdir við nýja kersmiðju sem er í raun ný verksmiðja hjá okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK