Skiptaráðendur í þrotabúi Kaupthing Singer & Friedlander í Bretlandi íhuga að selja það sem eftir er af eigum bankans.
„Það er markmið skiptaráðenda að fá sem mest fyrir atvinnurekstur og eigur KSF í þágu kröfuhafa, og því eru margir kostir reglulega skoðaðir, sem standa þeim til boða hverju sinni,“ segir í yfirlýsingu frá skiptaráðandanum Ernst & Young, sem var send í dag.
Hún var send í kjölfar fréttar, sem birtist í Sunday Times í dag, þar sem kom fram að Ernst & Young hefði boðið þrjár lánabækur KSF til sölu, sem eru metnar á tvær milljónir punda (um 431 milljónir kr.).
Fram kemur í Sunday Times að bankinn hafi samtals lána um 1,2 milljarða punda til einstaklinga. Um 300 milljónir punda hafi m.a. farið í kaup á snekkjum og flugvélum, og um þriðjungur hafi farið til fasteignakaupa í Bretlandi.
Flest lánanna hafi verið veitt með litlum eða engum veðum