Samruni sendur aftur til Samkeppniseftirlitsins

Teymi.
Teymi.

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hef­ur fellt úr gildi ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá því í októ­ber um að ekki skuli aðhaf­ast frek­ar vegna samruna Vestia, dótt­ur­fé­lags Lands­bank­ans og Teym­is hf. Sam­keppnis­eft­ir­litið skal taka málið fyr­ir að nýju, sam­kvæmt úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Í úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar­inn­ar kem­ur fram að Sím­inn hafi í nóv­em­ber kært ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins nr. 34/​2009, frá 5. októ­ber 2009. Í hinni kærðu ákvörðun komst Sam­keppnis­eft­ir­litið að þeirri niður­stöðu að ekki væri ástæða til að aðhaf­ast frek­ar vegna samruna Vestia hf. og Teym­is hf.

Af hálfu Sím­ans var þess aðallega kraf­ist að hin kærða ákvörðun yrði felld úr gildi og gripið verði til íhlut­un­ar í samrun­ann. Til vara krafðist Sím­inn þess að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og lagt fyr­ir Sam­keppnis­eft­ir­litið að taka málið til meðferðar að nýju.

Af hálfu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins var þess aðallega kraf­ist að kæru Sím­ans yrði vísað frá áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála. Til vara var þess kraf­ist að hin kærða ákvörðun verði staðfest með vís­an til for­sendna henn­ar.

Ekki laga­grund­völl­ur fyr­ir ógild­ingu samruna

Í niður­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar seg­ir: „Í hinni kærðu ákvörðun er kveðið á um að ekki sé ástæða til að haf­ast frek­ar að vegna samruna Vestia ehf. og Teym­is hf.

Aðal­kröfu áfrýj­anda verður að skýra þannig að með henni sé þess kraf­ist að ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins nr. 34/​2009 verði felld úr gildi, að samrun­inn verði ógilt­ur og að gripið verði til íhlut­un­ar í samrun­ann. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála tel­ur ekki laga­grund­völl fyr­ir nefnd­ina að ógilda samrun­ann og fellst á rök Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um það atriði."

Ýmis vanda­mál skap­ast við hags­muna­tengsl banka

Að mati áfrýj­un­ar­nefnd­ar­inn­ar skap­ast ýmis kon­ar hætta á rösk­un á sam­keppni ef ekki eru sett­ar skorður við langvar­andi eign­ar­haldi lán­ar­drottna á borð við banka að fyr­ir­tækj­um á sam­keppn­ismarkaði.

„Sú rösk­un get­ur strítt gegn mark­miðum sam­keppn­islaga og þar með hags­mun­um neyt­enda ef fyr­ir­tæki get­ur at­hafnað sig á markaði án eðli­legs aðhalds frá lán­ar­drottn­um sín­um og eig­anda. Telja verður að fjár­hags­leg­ur styrk­ur eig­and­ans skipti hér máli og „þol“ hans til að bíða með að fá fjár­magn sitt til baka þar til að önn­ur fyr­ir­tæki á sama markaði hafa eft­ir at­vik­um veikst eða helst úr lest­inni.

Þá er ljóst að ýmis vanda­mál skap­ast við hags­muna­tengsl banka, sem liggja víða, og þær miklu upp­lýs­ing­ar sem bank­arn­ir búa yfir um sam­keppn­isaðila og eft­ir at­vik­um viðskipta­menn á markaði. Þá verður ekki horft fram hjá því að bank­arn­ir eru stór­ir viðskipta­vin­ir á þjón­ustu­mörkuðum og í nú­ver­andi ástandi eru mörg fé­lög þeim tengd. Get­ur því skap­ast hætta á óeðli­leg­um gern­ing­um og mis­notk­un þeirr­ar aðstöðu. Þótt það sé til bóta að eign­ar­hlut­ir í fé­lög­um séu í hönd­um sér­staks dótt­ur­fé­lags banka leys­ir það ekki all­an vanda," að því er seg­ir í niður­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála.

Fyr­ir­mæl­um stjórn­valda fylgt

Lands­bank­inn hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu vegna ákvörðunar áfrýj­un­ar­nefnd­ar og þar kem­ur fram að  áfrýj­un­ar­nefnd­in leggi fyr­ir Sam­keppnis­eft­ir­litið að setja samrun­an­um skil­yrði er varða meðal hversu lengi Vestia á hluta­fé í Teymi.  

 „Eign­ar­halds­fé­lagið Vestia var stofnað af hálfu Lands­bank­ans til að tak­ast á við for­dæma­laus­ar aðstæður, þar sem aug­ljóst var og er, að fjöldi fyr­ir­tækja mun  ekki geta greitt af skuld­um sín­um við banka og aðrar lána­stofn­an­ir og þau verða því eign kröfu­hafa. Með stofn­un Vestia og aðskilnaði þess frá bank­an­um nást fram þau aðal­mark­mið, að há­marka heimt­ur bank­ans af skuld­sett­um fyr­ir­tækj­um og auka verðmæti hluta­fjár hans ann­ar­s­veg­ar og halda tíma­bundnu eign­ar­haldi á fyr­ir­tækj­um aðskild­um frá eig­in­legri banka­starf­semi hins­veg­ar.

Um leið er fylgt þeim fyr­ir­mæl­um stjórn­valda um að halda skuli lífi í fyr­ir­tækj­um sé þess nokk­ur kost­ur. Sam­keppn­is­yf­ir­völd hafa skoðað öll mál Vestia ræki­lega og aldrei gert nein­ar at­huga­semd­ir við fyr­ir­komu­lag fyr­ir­tæk­is­ins, stjórn­artengsl við bank­ann eða aðra þætti rekstr­ar­ins. Bank­inn og Vestia hafa frá upp­hafi lagt sig fram um að vinna náið með sam­keppn­is­yf­ir­völd­um og aldrei aðhafst neitt sem þau ekki hafa samþykkt.

 Úrsk­urður­inn í of­an­greindu máli hef­ur að öllu óbreyttu í för með sér að eytt verður óvissu um sam­keppn­is­rétt­ar­legt rekstr­ar­um­hverfi þeirra at­vinnu­fyr­ir­tækja sem bank­inn fer með yf­ir­ráð yfir.  

Það er bank­an­um mikið kapps­mál, sem lang­stærsta viðskipta­banka ís­lenskra fyr­ir­tækja, að reynt verði eft­ir föng­um að koma í veg fyr­ir nei­kvæð áhrif af slíku eign­ar­haldi á ís­lenskt at­vinnu­líf við þær sér­stæðu kring­um­stæður sem nú ríkja. Jafn­framt verður að virða þá hags­muni bank­ans er varða end­ur­heimt­ur  lána til slíkra fyr­ir­tækja enda eru mikl­ir og víðtæk­ir hags­mun­ir í húfi. 

Munu Lands­bank­inn og Vestia hér eft­ir sem hingað til starfa náið með sam­keppn­is­yf­ir­völd­um og leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar við að skapa það um­hverfi sem best hent­ar," sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu Lands­bank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK