Dregur úr svartsýni neytenda

Held­ur hef­ur dregið úr svart­sýni ís­lenskra neyt­enda á nýju ári ef marka mál vænt­inga­vísi­talu Gallup, sem birt var í morg­un. Vísi­tal­an hækkaði um 3,1 stig milli des­em­ber og janú­ar og er nú 37,1 stig. Fleiri eru þó nei­kvæðir en já­kvæðir á á stöðu og horf­ur í efna­hags­líf­inu þegar vísi­tal­an mæl­ist und­ir 100 stig­um.

Fram kem­ur í Morgun­korni Íslands­banka, að þótt svart­sýni um efna­hags- og at­vinnu­ástandið sé nokkuð ríkj­andi meðal ís­lenskra neyt­enda þá sé gildi Vænt­inga­vísi­töl­unn­ar nú tölu­vert hærra en það var á sama tíma fyr­ir ári og aðeins hærra en það hafi að jafnaði verið frá hruni bank­anna.

Í janú­ar í fyrra mæld­ist vísi­tal­an 19,5 stig sem er lægsta gildi henn­ar frá upp­hafi en frá hruni bank­anna hef­ur hún að meðaltali verið um 33 stig. Seg­ir Grein­ing Íslands­banka því ljóst, að ís­lensk­ir neyt­end­ur telji ástandið nú ekki jafn slæmt og fyr­ir ári og ekki eins svart og það hafi að jafnaði verið frá hruni bank­anna.

Und­ir­vísi­töl­ur hækka

All­ar und­ir­vísi­töl­ur Vænt­inga­vísi­töl­unn­ar hækkuðu á milli des­em­ber og janú­ar og seg­ir Íslands­banki það bendi til þess að vænt­ing­ar neyt­enda til nú­ver­andi ástands í efna­hags og at­vinnu­mál­um jafnt og ástands­ins eft­ir sex mánuði séu aðeins meiri nú en fyr­ir mánuði.

Mat á nú­ver­andi ástandi hækk­ar um ríf­lega 2 stig og mæl­ist 8,6 stig en vænt­ing­ar til ástands­ins í efna­hags- og at­vinnu­mál­um eft­ir 6 mánuði hækka um tæp 4 stig og mæl­ast nú 56,1 stig. Rúm­lega 78% svar­enda telja að efna­hags­ástandið sé slæmt um þess­ar mund­ir og rúm 54% þeirra tel­ur að at­vinnu­mögu­leik­ar séu litl­ir. Þá telja um 44% svar­enda að efna­hags­ástandið verði verra eft­ir 6 mánuði og um 31% að at­vinnu­mögu­leik­arn­ir verði minni eft­ir þann tíma. Einnig telja rúm 39% svar­enda að heild­ar­tekj­ur þeirra muni lækka á næstu sex mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka