Vilja samhæfðar fjármálareglur

VIVEK PRAKASH

Sam­tök stærstu banka heims kölluðu í dag eft­ir því að stjórn­völd víðsveg­ar um heim­inn sam­stilltu aðgerðir sín­ar í breyttu reglu­verki fjár­mála­fyr­ir­tækja. Ann­ars kæmi það niður á mögu­leik­um þeirra til út­lána.

Þetta kem­ur fram í frétt Fin­ancial Times. Þar seg­ir að sam­tök­in, Institu­te of In­ternati­onal Fin­ance, gagn­rýni hversu sund­ur­leit­ar aðgerðir rík­is­stjórna heims séu, en í Bretlandi og Frakklandi verða lagðir skatt­ar á bón­us­greiðslur, en í Banda­ríkj­un­um er áformað að leggja á sér­stak­an banka­skatt. Einnig hyggj­ast Banda­ríkja­menn taka upp svo­kallaða „Volcker-reglu“, sem tak­mark­ar stærð og starf­semi banda­rískra banka.

Sem dæmi nefndu þeir að Mervyn King, Eng­lands­banka­stjóri, hefði í dag lofað Barack Obama, Banda­ríkja­for­seta, fyr­ir að hafa sett „rót­tæk­ar end­ur­bæt­ur“ á fjár­mála­kerf­inu á dag­skrá alþjóðasam­fé­lags­ins. King hafi hins veg­ar neitað að lýsa yfir stuðningi við til­lög­ur Banda­ríkja­manna sem miði að því að draga úr áhættu­söm­um viðskipt­um.

Fyrr­nefnd sam­tök, Institu­te of In­ternati­onal Fin­ance, seg­ir að tími eft­ir­lits­stofn­ana sé að renna út. Ein­hliða aðgerðir ríkja, eins og bón­us­skatt­ur Breta og banka­skatt­ur Banda­ríkja­manna, myndu skaða fjár­mála­kerfi heims­ins. Bill Rhodes, vara­formaður stjórn­ar Citigroup og einnig vara­stjórn­ar­formaður IFF, skor­ar á rík­is­stjórn­ir að fylgja eft­ir lof­orðum sem þær gáfu á leiðtoga­fundi G-20 í Pitts­burgh, um að sam­hæfa reglu­verk um eigið fé, lausa­fé, bók­hald og launa­greiðslur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK