Vilja samhæfðar fjármálareglur

VIVEK PRAKASH

Samtök stærstu banka heims kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld víðsvegar um heiminn samstilltu aðgerðir sínar í breyttu regluverki fjármálafyrirtækja. Annars kæmi það niður á möguleikum þeirra til útlána.

Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Þar segir að samtökin, Institute of International Finance, gagnrýni hversu sundurleitar aðgerðir ríkisstjórna heims séu, en í Bretlandi og Frakklandi verða lagðir skattar á bónusgreiðslur, en í Bandaríkjunum er áformað að leggja á sérstakan bankaskatt. Einnig hyggjast Bandaríkjamenn taka upp svokallaða „Volcker-reglu“, sem takmarkar stærð og starfsemi bandarískra banka.

Sem dæmi nefndu þeir að Mervyn King, Englandsbankastjóri, hefði í dag lofað Barack Obama, Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa sett „róttækar endurbætur“ á fjármálakerfinu á dagskrá alþjóðasamfélagsins. King hafi hins vegar neitað að lýsa yfir stuðningi við tillögur Bandaríkjamanna sem miði að því að draga úr áhættusömum viðskiptum.

Fyrrnefnd samtök, Institute of International Finance, segir að tími eftirlitsstofnana sé að renna út. Einhliða aðgerðir ríkja, eins og bónusskattur Breta og bankaskattur Bandaríkjamanna, myndu skaða fjármálakerfi heimsins. Bill Rhodes, varaformaður stjórnar Citigroup og einnig varastjórnarformaður IFF, skorar á ríkisstjórnir að fylgja eftir loforðum sem þær gáfu á leiðtogafundi G-20 í Pittsburgh, um að samhæfa regluverk um eigið fé, lausafé, bókhald og launagreiðslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK