Engin áhrif á krónuna

Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að lækka vexti um hálft prósent hafði lítil áhrif á gengi krónunnar á millibankamarkaði með gjaldeyri. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,1% í dag.

Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka, að fréttir af minnkandi vaxtamun við útlönd hefðu væntanlega orðið til þess að veikja krónuna á meðan viðskipti með gjaldeyri voru óheft og velta lífleg. Undir gjaldeyrishöftunum megi raunar segja að einstreymisloki sé á mögulegu gjaldeyrisflæði vegna slíkra frétta.

Komi fréttir sem séu nægilega jákvæðar til þess að auka verulega trú á krónunni geti eigendur gjaldeyris á innlendum gjaldeyrisreikningum selt hann og styrkt þannig krónuna, líkt og gerðist í upphafi síðasta árs. Í septemberlok í fyrra var jafnvirði 152 milljarða inni á slíkum reikningum í bankakerfinu og því megi ætla að krónan gæti styrkst talsvert, a.m.k. tímabundið, ef verulegum hluta slíkra innstæðna yrði skipt í krónur.

Engin leið sé hins vegar til að kaupa gjaldeyri í miklum mæli í því skyni að veðja á veikingu krónu í kjölfar neikvæðra frétta. Þá sé aflandsmarkaður með krónur lítt virkur og engar hreyfingar sjáanlegar þar í dag fremur en undanfarna daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK