Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í dag um óbreytta stýrivexti, en þeir eru á bilinu 0 - 0,25% Bankinn segir að þetta sé gert til að efla hagkerfi landsins. Búast megi við því að vextirnir verði mjög lágir á næstunni.
Í kjölfar tveggja daga fundar var ákveðið að halda vöxtunum á þessu bili, en vextirnir hafa verið óbreyttir í um eitt ár.
Seðlabanki Bandaríkjanna segir að nýjustu upplýsingar bendi til þess að efnahagslífið sé að styrkjast og að dregið hafi úr uppsögnum á vinnumarkaði.
Þá segir að neysla sé að færast hægt og sígandi í aukana, sem er helsti drifkraftur efnahagslífsins.