Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í dag um óbreytta stýrivexti, en þeir eru á bilinu 0 - 0,25% Bankinn segir að þetta sé gert til að efla hagkerfi landsins. Búast megi við því að vextirnir verði mjög lágir á næstunni.

Í kjölfar tveggja daga fundar var ákveðið að halda vöxtunum á þessu bili, en vextirnir hafa verið óbreyttir í um eitt ár.

Seðlabanki Bandaríkjanna segir að nýjustu upplýsingar bendi til þess að efnahagslífið sé að styrkjast og að dregið hafi úr uppsögnum á vinnumarkaði.

Þá segir að neysla sé að færast hægt og sígandi í aukana, sem er helsti drifkraftur efnahagslífsins.

Seðlabanki Bandaríkjanna.
Seðlabanki Bandaríkjanna. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK