Ólafur heldur Samskipum

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson.

Ólafur Ólafsson og stjórnendur Samskipa, í gegnum SMT Partners, eignast Samskip eftir endurskipulagningu. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Fram kemur að undanfarna mánuði hafi stjórnendur og eigendur Samskipa, sem hafi að stærstum hluta verið Kjalar, unnið að endurskipulagningu á fjárhag Samskipa með viðskiptabönkum félagsins. Þar sé hollenski bankinn Fortis mikilvægastur en Arion banki, sem endurreistur hafi verið á grunni innlendra eigna gamla Kaupþings, sé viðskiptabanki félagsins hér á landi.  Niðurstaða liggi fyrir og hafi SMT (Samskip Management Team) Partners, sem sé félag í eigu Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns og stjórnenda Samskipa, eignast tæp 90% hlut í Samskipum með því að leggja til aukið hlutafé.

Þá segir að Viðskiptablaðið hafi ekki fengið uppgefið hversu mikið það sé en Arion banki segi að engar skuldir hafi verið afskrifaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK