Stýrivextir lækka í 9,5%

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að lækka vexti bank­ans um 0,5 pró­sent­ur. Vext­ir á viðskipta­reikn­ing­um inn­láns­stofn­ana lækka í 8,0%. Há­marks­vext­ir á 28 daga inn­stæðubréf­um verða 9,25%. Vext­ir á lán­um gegn veði til sjö daga verða 9,5% (sem yf­ir­leitt eru nefnd­ir stýri­vext­ir) og dag­lána­vext­ir 11%.

Stýri­vext­ir ekki lægri síðan í sept­em­ber 2005

Rök fyr­ir ákvörðun­inni og efni fyrsta heft­is Pen­inga­mála verða kynnt klukk­an 11 í dag.

Stýri­vext­ir Seðlabanka Íslands hafa ekki verið jafn lág­ir síðan í sept­em­ber 2005 en þá höfðu þeir hækkað jafnt og þétt frá því í maí 2004 er þeir voru 5,3 pró­sent­ur.

Skeggskurður síðar í dag

Þetta þýðir að veit­inga­menn­irn­ir Tóm­as Tóm­as­son og Úlfar Ey­steins­son hljóta að skera skegg sitt í dag. Frá því í maí hafa fé­lag­arn­ir Tóm­as á Ham­borg­ara­búllu Tóm­as­ar og Úlfar á Þrem­ur frökk­um mót­mælt háum vöxt­um með vexti – það er að segja skeggvexti.

Í takt við spá Grein­ing­ar Íslands­banka

Í gær breytti Grein­ing Íslands­banka vaxta­spá sinni í kjöl­far lækk­un­ar vísi­tölu neyslu­verðs.

Grein­ing Íslands­banka reiknaði með því að nefnd­in myndi  lækka vexti bank­ans lít­il­lega, og þá á þann veg að vext­ir á viðskipta­reikn­ing­um inn­láns­stofn­ana lækki um 0,25 pró­sent­ur í 8,25% en vext­ir á viku veðlán­um (hinir hefðbundnu stýri­vext­ir) um 0,5 pró­sent­ur í 9,5%. Fyrri spá Grein­ing­ar hljóðaði upp á óbreytta stýri­vexti.

 Í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar vegna ákvörðunar henn­ar 9. des­em­ber síðastliðinn kem­ur fram að hald­ist gengi krón­unn­ar stöðugt eða styrk­ist, og verðbólga hjaðnar eins og spáð er, ættu for­send­ur fyr­ir frek­ari slök­un pen­inga­legs aðhalds að vera áfram til staðar. „Nú hef­ur verðbólg­an hjaðnað um­tals­vert frá síðustu vaxta­ákvörðun og gengi krón­unn­ar hald­ist nokkuð stöðugt. Því virðist sem þau tvö skil­yrði sem pen­inga­stefnu­nefnd­in set­ur fyr­ir frek­ari slök­un pen­inga­legs aðhalds vera til staðar.

Þegar pen­inga­stefnu­nefnd­in gaf út yf­ir­lýs­ingu sína í des­em­ber­byrj­un var verðbólg­an 8,6%. Nú er hún 6,6%. Hluti af verðbólg­unni er bein af­leiðing af hækk­un óbeinna skatta sem pen­inga­stefnu­nefnd­in mun líta fram­hjá við ákvörðun sína.

Ef litið er á verðbólg­una sam­kvæmt fast­skattavísi­töl­unni þá hef­ur verðbólg­an þannig mælt farið úr 7,7% í 5,2% frá síðasta vaxta­ákvörðun­ar­fundi pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar. Þessu til viðbót­ar eru vís­bend­ing­ar um að fram­leiðslu­slak­inn í hag­kerf­inu fari vax­andi, og er sam­drátt­ur lands­fram­leiðslu um­tals­verður og at­vinnu­leysi að aukast enn. Þannig ætti verðbólg­an að hjaðna enn á næst­unni," að því er fram kom í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK