Toyota tekur átta tegundir úr sölu

Toyota-bílar á bílasölu í Pasadena í Kalíforníu.
Toyota-bílar á bílasölu í Pasadena í Kalíforníu. Reuters

Jap­anski bíla­fram­leiðand­inn Toyota til­kynnti í gær, að sölu hefði verið hætt tíma­bundið á átta bíla­teg­und­um í Banda­ríkj­un­um vegna galla sem komið hefði í ljós. Svo virðist sem bens­ín­gjöf­in geti fests. Toyota innkallaði 2,3 millj­ón­ir bíla í Banda­ríkj­un­um í síðustu viku vegna þessa vanda­máls.  

Fram­leiðslu bíla í fimm verk­smiðjum Toyota í  Banda­ríkj­un­um hef­ur verið hætt í viku í byrj­un fe­brú­ar á meðan málið er rann­sakað. Að sögn sér­fræðinga er um að ræða for­dæma­lausa ákvörðun. 

Að sögn fyr­ir­tæk­is­ins er hugs­an­legt, að bíl­ar sem seld­ir hafa verið í Evr­ópu, verði einnig innkallaðir vegna svipaðs galla.  Að sögn jap­anskra fjöl­miðla er hugs­an­legt að um 2 millj­ón­ir bíla verði innkallaðar þar.

Málið er mikið áfall fyr­ir Toyota Motor, sem hef­ur haft orð á sér fyr­ir að fram­leiða end­ing­argóða bíla sem bila sjald­an. Gagn­rýn­end­ur velta því nú fyr­ir sér hvort fyr­ir­tækið hafi fórnað gæðaeft­ir­liti fyr­ir að ná þeirri stöðu að verða stærsti bíla­fram­leiðandi heims.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK