Toyota tekur átta tegundir úr sölu

Toyota-bílar á bílasölu í Pasadena í Kalíforníu.
Toyota-bílar á bílasölu í Pasadena í Kalíforníu. Reuters

Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti í gær, að sölu hefði verið hætt tímabundið á átta bílategundum í Bandaríkjunum vegna galla sem komið hefði í ljós. Svo virðist sem bensíngjöfin geti fests. Toyota innkallaði 2,3 milljónir bíla í Bandaríkjunum í síðustu viku vegna þessa vandamáls.  

Framleiðslu bíla í fimm verksmiðjum Toyota í  Bandaríkjunum hefur verið hætt í viku í byrjun febrúar á meðan málið er rannsakað. Að sögn sérfræðinga er um að ræða fordæmalausa ákvörðun. 

Að sögn fyrirtækisins er hugsanlegt, að bílar sem seldir hafa verið í Evrópu, verði einnig innkallaðir vegna svipaðs galla.  Að sögn japanskra fjölmiðla er hugsanlegt að um 2 milljónir bíla verði innkallaðar þar.

Málið er mikið áfall fyrir Toyota Motor, sem hefur haft orð á sér fyrir að framleiða endingargóða bíla sem bila sjaldan. Gagnrýnendur velta því nú fyrir sér hvort fyrirtækið hafi fórnað gæðaeftirliti fyrir að ná þeirri stöðu að verða stærsti bílaframleiðandi heims.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK